Rússar ætla ekki að hervæða Norðurskautsráðið

Nikolai Korstjunov, norðurslóða-sendiherra Rússlands, segir að Rússar ætli ekki að ræða um hervæðingu norðurslóða í formannssæti í Norðurskautsráðinu en þeir muni beita sér fyrir að herráðsformenn aðildarríkjanna hefji árlega fundi að nýju. Rússar taka við formennsku í Norðurskautsráðinu af Íslendingum á fundi í Reykjavík fimmtudaginn 20. maí. Nikolai Korstjunov ræddi …

Lesa meira

Bandarískur kjarnorkukafbátur í höfn við Tromsø

Kjarnorkuknúni, bandaríski kafbáturinn USS New Mexico sem borið getur langdrægar kjarnaflaugar lagðist við bryggju í Grøtsund-höfn við Tønsnes, 10 km frá miðborg Tromsø, í Norður-Noregi mánudaginn 10. maí 2021. Kafbáturinn er hluti sjötta flota Bandaríkjanna og í tilkynningu frá yfirstjórn hans segir að tilgangurinn með heimsókn hans til Noregs sé …

Lesa meira

Tikhanovskaja vill aðstoð Finna í Hvíta-Rússlandi

Svetlana Tikhanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, segir við finnska ríkisútvarpið YLE að Finnar geti gegnt lykilhlutverki við að leysa stjórnlagakreppuna í Hvíta-Rússlandi segir á vefsíðu YLE sunnudaginn 9. maí. „Finnland er voldugt land. Margar þjóðir vanmeta mátt sinn og áhrif. Vegna hlutleysis síns hafa Finnar einstakt tækifæri til að aðstoða …

Lesa meira

Skosklr sjálfstæðissinnar styrkjast í þingkosningum

Flokkar sem vilja sjálfstæði Skotlands og úrsögn úr Sameinaða konungdæminu (United Kingdom) fengu meirihluta á skoska þinginu í kosningum til þess fimmtudaginn 6. maí. Skoski þjóðarflokkurinn (SNP) fékk 64 þingsæti af 129, Íhaldsflokkurinn 31, Verkamannaflokkurinn 22, Skoskir græningjar 8 og Frjálslyndir 4. Græningjar vilja sjálfstæði Skotlands eins og SNP og …

Lesa meira

Yfirlýsing frá varnarmálaráðherra Bandaríkjanna

Lloyd J. Austin III

Í tilefni af 70 ára afmæli varnarsamnings Bandaríkjanna og Íslands þann 5. maí sendi Lloyd J. Austin III, sem tók við embætti varnarmálaráðherra í stjórn Joes Bidens í upphafi árs, frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „The Department of Defense – in concert with the Department of State – is honored to …

Lesa meira

Biden fær á baukinn frá N-Kóreumönnum

  Stjórnvöld Norður-Kóreu sökuðu sunnudaginn 2. maí Joe Biden Bandaríkjaforseta um að sýna sér óvild, stefna hans einkenndist af undirferli og hótuðu þau gagnaðgerðum. Í ræðu á Bandaríkjaþingi miðvikudaginn 28. apríl sagði Biden að stjórn sín mundi bregðast við ógninni sem stafaði af norður-kóreskum kjarnorkuáformum „á diplómatískan hátt og með …

Lesa meira

Farandfólk skapar vanda á Kanaríeyjum

Á fréttasíðunni Euronews segir frá því föstudaginn 30. apríl að öryggis- og löggæsla hafi verið aukin í höfninni á Tenerife, einni af Kanaríeyjum, til að hindra að farandfólk laumist um borð í flutningaskip til meginlands Evrópu. Rætt er við Juan Ignacio Llaño hjá skipafélaginu Fred Olsen Express sem er einn …

Lesa meira

Franskir herforingjar boða valdarán til bjargar Frakklandi

Franska ríkisstjórnin hefur fordæmt opið bréf frá um 1.000 starfandi hermönnum og um 20 fyrrv. hershöfðingjum þar sem segir að stefni í „borgarastríð“ í landinu vegna trúarlegrar öfgahyggju. „Ofstækisfullir baráttumenn“ eru sakaðir um að skapa sundrung innan samfélagsins og sagt er að islamistar sölsi undir heil landsvæði. Bréfið birtist í …

Lesa meira

Mikill breskur herfloti í Asíu-leiðangri

Stærsti herfloti Breta frá því í Falklandseyja-stríðinu árið 1982 siglir út á heimshöfin í næsta mánuði þegar nýja 65.000 lesta flugmóðurskipið HMS Queen Elizabeth verður í forystu í 28 víkna jómfrúarferð skipsins alla leið til Japans. Í fylgd með flugmóðurskipinu verða tveir tundurspillar HMS Defender og HMS Diamond; freigáturnar HMS …

Lesa meira