Bandaríkjamenn reisa flugskýli fyrir P-8A kafbátaleitarvélar í Norður-Noregi

Frá Evenes-flugvelli

Frank Bakke-Jensen, varnarmálaráðherra Noregs, ritaði föstudaginn 16. apríl undir samning við Bandaríkjastjórn sem heimilar henni að reisa flugskýli og leggja eldsneytiskerfi á Evenes-flugvelli, skammt frá Ramsund-flotastöðinni, fyrir kafbátaleitarvélar af gerðinni P-8A í bandaríska flotanum. „Samningurinn eykur tækifæri Bandaríkjamanna og NATO til að verja Noreg,“ sagði varnarmálaráðherrann í símtali við Thomas …

Lesa meira

Biden refsar Rússum fyrir kosningaafskipti og tölvuárás

solarwinds

Bandaríkjastjórn rak fimmtudaginn 15. apríl 10 rússneska sendiráðsmenn úr landi og beitti um þrjá tugi rússneskra einstaklinga og fyrirtækja refsingu til að svara fyrir afskipti undir handarjaðri Rússlandsstjórnar af bandarísku forsetakosningunum 2020 og fyrir tölvuárás á ýmsar bandarískar alríkisstofnanir. Þess hefur verið vænst lengi að tölvuárásinni á SolarWinds-öryggisfyrirtækið yrði svarað …

Lesa meira

Shoigu fer á Kólaskagann en ræðir um herinn hjá Úkraínu

Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, með samstarfsmönnum á Kólaskaga.

  Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, heimsótti stöðvar rússneska Norðurflotans á Kólaskaga þriðjudaginn 13. apríl. Ráðherrann var þó einnig með hugann við rúmlega 80.000 manna liðsafnað Rússa við landamæri Úkraínu og á Krímskaga. Hann sagði tvo heri og þjár sveitir fallhlífarhermanna verða þarna á æfingum til loka apríl. Ferðina á Kólaskagann …

Lesa meira

Rússar þjálfa kínverska hermenn í ofurkulda

Rússneskir hermenn í vetrarþjálfun.

Sayan-vetrargöngukeppnin hefst í suðurhluta Síberíu í Rússlandi miðvikudaginn 14. apríl. Hún er liður í alþjóðlegri keppni hermanna árið 2021 (e. International Army Games) sem fram fer í Rússlandi. Í Sayan-keppninni reynir á hæfni hermanna til að takast á við mikla vetrarkulda í erfiðu fjalllendi. Kínverska blaðið South China Morning Post …

Lesa meira

Þungvopnuð rússnesk freigáta við fiskveiðieftirlit í norskri lögsögu

Freigátan Admiral Kasatonov

Rússneski Norðurflotinn hefur í fyrsta sinn tekið að sér að þjóna rússneskum fiskiskipum innan efnahagslögsögu Noregs. Þungvopnuð freigáta, Admiral Kasatonov, ásamt stóru dráttarskipi, Nikolai Tsjiker, og olíuskipi, Vjazama, gegna þessu hlutverki. Skipin sigldu úr suðri inn á Noregshaf eftir að hafa verið við störf á fjarlægum slóðum í leiðangri sem …

Lesa meira

Herútkall Rússa ögrar Úkraínu

Rússneskir skriðdrekar við landamæri Úkraínu.

Rússnesk stjórnvöld auka herafla sinn við austurhluta Úkraínu og segja það gert til að verjast stjórnarher landsins sem hafi styrkt stöðu sína á svæðinu. Kremlverjar segjast óttast að borgarastríð í Úkraínu kunni að berast til Rússlands, Í Úkraínu velta menn fyrir sér hvort Rússar ætli að ráðast að nýju inn …

Lesa meira

Bandarískar sérsveitir æfa í Norður-Svíþjóð

Bandarískir sérsveitarmenn í Norður-Svíþjóð.

Hópar úr aðgerða-sérsveit Bandaríkjahers tóku nýlega þátt í Vintersol 2021 heræfingunni með sænsku stórfylki í brunakulda í Norður-Svíþjóð. Áður en heræfingin hófst voru bandarísku hermennirnir þjálfaðir í vetrarhernaði með Norrbotten-hersveitinni í Arvidsjaur í norðurhluta Svíþjóðar. Sænsk yfirvöld leggja sívaxandi áherslu á náið hernaðarlegt samstarf við Bandaríkjamenn vegna aukinna hernaðarumsvifa Rússa …

Lesa meira

Kínverjar ögra Filippseyingum með 220 varaliðsskipum flotans

Hluti kínverska flotans innan lögsögu Filippseyja.

Stjórn Filippseyja sakaði kínverska diplómata um lygar mánudaginn 5. apríl eftir að þeir fullyrtu að hundruð skipa sem virtu lögsögu Filippseyja að engu hefðu leitað í var fyrir óveðri. Í mars 2021 mótmælti utanríkisráðuneyti Filippseyja þegar 220 kínversk svonefnd fiskiskip sigldu að Julian Felipe-rifinu í Spratly-eyjaklasanum á Suður-Kínahafi. Rifið er …

Lesa meira

NATO 2030 – netfundur 8. apríl 2021

flyer-natos-72nd-anniversary

  Vakin er athygli á þessum netfundi: NATO 2030 – What the Next Generation has to say about NATO’s Future sem haldinn verður klukkan 14.00 að ísl. tíma fimmtudaginn 8. apríl á vegum Atlantic Treaty Association og YATA International  með stuðning upplýsingadeildar NATO.  

Lesa meira

Litháar bjóða Kínverjum byrginn

Þinghúsið í Vilnius, höfuðborg Litháens.

Árið 2012 stofnuðu Kínverjar til samstarfs við 17 ríki í mið- og austurhluta Evrópu, á Balkanskaga og við Eystrasalt. Í þeim hópi er Litháen en Konstantin Eggert, fréttaskýrandi Deutsche Welle (DW), segir að stjórn Litháens hafi nú ákveðið að eiga ekki viðskipti við Kína heldur snúa sér til Tævan. Litháir …

Lesa meira