Yfirnjósnari Dana varar við kínverskum hátæknifyrirtækjum

Lars Findsen, forstjóri njósnastofnunar danska hersins.

Lars Findsen, yfirmaður njósnadeildar danska hersins, Forsvarets Efterretningstjeneste (FE), segir í forsíðuviðtali við Jyllands-Posten mánudaginn 3. águst, að full ástæða sé til að vara við því að kínversk yfirvöld kunni að koma fyrir eftirlitsbúnaði þannig að þau geti um „bakdyrnar“ fylgst með þeim sem nýta sér kínverskan tæknibúnað. Þannig miðli …

Lesa meira

Mótmælin í Khabarovsk hafa staðið í þrjár vikur – Pútin aðhefst ekkert

Það er varla unnt að komast austar í Rússlandi en til Khabarovsk.

Mótmælin í borginni í Khabarovsk í austasta hluta Rússlands hafa nú staðið í þrjár vikur. Þau hófust þegar Vladimir Pútin Rússlandsforseti lét handtaka vinsælan héraðsstjóra, Sergej Furgal, fimmtudaginn 9. júlí og flytja hann til Moskvu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Pútin og menn hans setja héraðsstjóra til hliðar …

Lesa meira

Hvíta-Rússland: Rússneskir málaliðar trufla forsetakosningabaráttu

Svetlana Tikhanovskaja (fyrir miðju) eini frambjóðandinn gegn forseta Hvíta-Rússlands.

  Samskipti stjórnvalda í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi versnuðu miðvikudaginn 29. júlí þegar 33 rússneskir karlmenn voru handteknir við Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. Mennirnir eru opinberlega sakaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk og segja yfirvöld í Minsk að þeir séu í Wagner-hópnum, einkarekinni vopnaðri sveit sem tengist Kremlverjum, valdhöfum …

Lesa meira

Trump sveiflast milli kosningafrestunar og kosningasvindls

static-politico-com

  Á bandarísku vefsíðunni Politico segir föstudaginn 31. júlí að hugmynd Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að fresta forsetakosningunum sem fram eiga að fara í nóvember 2020 eða þá að hann neiti ef til vill að samþykkja úrslit kosninganna ryðji hratt öðrum málum til hliðar í kosningabaráttunni, á lokastigi baráttunnar verði …

Lesa meira

Kynnir áætlun um fækkun bandarískra hermanna í Þýskalandi

image

Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti miðvikudaginn 29. júlí að tæplega 12.000 bandarískir hermenn yrðu fluttir frá herstöðvum í Þýskalandi til stöðva annars staðar í Evrópu eða heim til Bandaríkjanna. „Mikilvægt er að hafa í huga að í 71 árs sögu NATO hefur stærð, samsetning og staðsetning bandarísks herafla í Evrópu …

Lesa meira

Rússar magna dreifingu upplýsingafalsana vegna kórónuveirunnar

fef6768342ad5996ea221acbc340f336357f25249ebe727b7e1ee493574f85f4

Rússneskar njósnastofnanir hafa dreift upplýsingafölsunum um COVID-19-faraldurinn segir í nýbirtum gögnum sem sýna hvernig rússnesk yfirvöld reyna að villa um fyrir annarra þjóða mönnum og hafa áhrif á skoðanamyndun á Vesturlöndum. Njósnastofnun rússneska hersins, GRU, hefur nýtt sér tengsl sín við InfoRos, upplýsingamiðstöð rússnesku ríkisstjórnarinnar, og aðrar vefsíður til að …

Lesa meira

Rússneskar orrustuþotur í lofthelgi Finnlands

Rússnesk Sukhoi Su-27 orrustuþota.

Talið er að tvær rússneskar Sukhoi Su-27 orrustuþotur hafi brotið gegn lofthelgi Finnland síðdegis þriðjudaginn 28. júlí að sögn finnska varnarmálaráðuneytisins. Niina Hyrsky, upplýsingastjóri ráðuneytisins, sagði að Sukhoi-þoturnar hafi verið um tvær mínútur innan finnskrar lofthelgi og farið um 500 metra inn á finnst yfirráðasvæði. Atvikið gerðist um klukkan 14.00 …

Lesa meira

Hertar aðgerðir að nýju gegn COVID-19 í Evrópu

54310912_354

Um alla Evrópu eru boðaðar hertar aðgerðir til að bregðast við auknum þunga COVID-19-faraldursins. Mánudaginn 27. júlí fór fjöldi smitaðra yfir 300.000 í Bretlandi og í Þýskalandi bárust þau boð frá kanslaraskrifstofunni að stemma yrði stigu við faraldrinum með því snúast til varnar og minnka daglega fjölgun smita sem nú …

Lesa meira

ERASMUS+ undir niðurskurðarhníf ESB

42015795075_0007b251ac_b

Líklegt er talið að þrír milljarðar evra verði skornir af ERASMUS+ skiptinemaverkefni ESB sem nær einnig til íslenskra nemenda. Niðurskurðurinn er rakinn til samkomulagsins sem leiðtogar ESB-ríkjanna 27 náðu 21. júlí eftir fimm daga samningaviðræður. Minna fé verður til ráðstöfunar fyrir verkefnið á árinu 2021. Þingmenn á ESB-þinginu gagnrýna samkomulag …

Lesa meira

Föstudagsbænir múslima að nýju í Ægisif

54305042_401

Þrír múslimaklerkar hafa verið skipaðir til að þjóna í Ægisif eftir að húsinu var breytt í mosku að nýju eftir 86 ára afhelgun. Fyrstu föstudagsbænir fóru þar fram að nýju 24. júlí 2020. Eftir afhelgunina var Ægisif safn og voru gestir þar í fyrra rúmlega 3,7 milljónir manna. Byggingin er …

Lesa meira